13.7.2007 | 13:46
Ber ég þá enga ábyrgð ef ég sef hjá giftum??
Dem að vera ekki búin að fá að vita þetta fyrr...... hehe...
Siðblinda, kæruleysi eða hvað?
Ef ég stend fyrir utan hús sem vinur minn hefur brotist inní og tek á móti tölvu sem hann réttir mér út um gluggann er ég þá ekki að stela? Er það bara vinurinn sem er sekur því hann braut rúðuna og sótti tölvuna en ég bara stóð þarna og tók við henni? Ég held ekki en kannski lítum við bara svona misjafnt á þetta.
Loos segir Beckhamhjónin standa í þakkarskuld við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 15:07
Segi það aftur....Ég bara skil ekki.....
......þessa skemmtun, eða íþrótt eða hvað sem þetta á að heita.
Eru ekki nautin svo pínd og drepin að lokum??
Þrettán særðir eftir nautahlaup morgunsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 12:01
Hmmm þú meinar 2008 er það ekki!?!?
Það eru nú þegar 2 ársfjóðrungar liðnir af árinu 2007 ;)
Glitnir spáir stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 11:56
Við veljum okkur vini, ekki nágranna eða ættingja.
Ég persónulega vildi heldur fá heimili í næsta nágrenni við mig með gæslu allan sólarhringinn heldur en að fá einhverja leigjendur í næstu íbúð sem eru í neyslu en hafa engar áætlanir um að hætta. Ekki getur maður ráðið hverjum fólk selur eða leigir íbúðirnar sínar en þegar Reykjavíkurborg ætlar að aðstoða fólk við að ná sér á strik í lífinu þá verður allt vitlaust. Hvað er að því að hafa heimili fyrir fíkla sem eru í "meðferð" við hliðina á barnaheimili. Varla ráðast þeir inná leikvöllinn og ræna börnum eða hella þau full. Það er heimili fyrir geðfatlaða við hliðina á leikskóla sonar míns en ekki óttast ég að hann smitist af geðveiki.
Ég skil alveg áhyggjur íbúanna svo sem en finnst umræðan einkennast af vanþekkingu, fordómum og ótta.
Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2007 | 10:31
Ekki alveg að skilja þessa "íþrótt"
Mér hefur allt þótt þetta frekar spes. Láta naut elta sig um þröngar götur og vonast til að slasast ekki, alla vega ekki mikið. Ég vorkenni þessum dýrum sem er verið að leika sér með en þetta virðist hafa ótrúlegt aðdráttarafl fyrir túrista. Algjörlega ofar mínum skilningi.
Sjö slösuðust í nautahlaupi í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 21:55
Hmm ætli hann viti ekki af lestinni??
Tjahh bara að velta því fyrir mér hvort hann viti ekki að það er hægt að taka lest þarna á milli :-) Hehehe...
Duglegur kappi þessi Benedikt og ég vona svo sannarlega að honum takist þetta þrekverk.
Benedikt á erfiðum kafla í sundinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 10:05
Alheimsorkan
Var í nuddi í morgun og á meðan ég lá á bekknum fékk ég fyrirlestur um mátt alheimsorkunar. Eftir á þegar ég hugsa um þessa alheimsorku og þá speki sem er verið að kenna í sambandi við hana þá sé ég betur og betur að það er alltaf verið að tala um sömu hlutina. Oftast kemur þetta að sömu hlutunum, settu þér markmið og hugsaðu jákvætt (stytt útgáfa). Í hvert sinn þegar ég hlusta á kynningar á einhverjum andlegum töfralausnum þá upplifi ég þann sem kynnir eins og hann sé að tilkynna mér að búið sé að finna upp hjólið. Ég er trúlega bara að einfalda þetta eitthvað fyrir mér en er ekki verið að eyða of mikilli orku og peningum í að koma á framfæri nýjum og nýjum "lausnum" ?
Ég reyni eins og ég get að einfalda líf mitt og hef ekki gefið mér tíma til að fara mjög djúpt í allar þessar kenningar sem eru í gangi. Af því sem ég hef séð og heyrt finnst mér oft eins og hægt sé að draga þetta saman í tvær setningar.
Lifðu lífinu lifandi og eymd er valkostur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2007 | 09:33
Er farið að handrukka á Hrauninu??
Úff ég fæ nú bara verk í hnén við að lesa þetta. Það hlýtur að vera hræðileg líðan að vita hvað í vændum er og geta ekkert gert. Vera á valdi nokkurra manna sem ætla að meiða mann. Sjææjjsss...
En greinilega frábært öryggisgæsla þarna á Hrauninu ;-)
Fótbrutu samfanga á Litla-Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 21:16
Nei nú þarf ég að æla
Nauðgað mörg hundruð sinnum frá þriggja ára aldri!!! Hann hefur væntanlega reynt að segja henni að hann elskaði hana bara svona rooooosalega mikið.
Ég bara á ekki orð.
Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 20:18
Hvað er að??
Nú bætist við perrapirringinn (pirruð við perra sko). Hann nauðgaði henni en hún labbaði með honum sjálfviljug og jafnvel daðraði við hann að salerninu þannig að tæknilega séð getur hún sjálfri sér um kennt. ARGHHH!!!! Djö.... óréttlæti er þetta. Þessi kona mun læra að lifa með þessu en líf hennar verður aldrei samt aftur en hann lofar bara að gera þetta ekki aftur og er væntanlega núna að skála í kampavíni til að halda uppá "sigurinn".
Held að ég verði að fara út að skokka með hundinn til að fá útrás fyrir gremjunni vegna svona auladóma.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)