Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2007 | 09:31
Djö... ógeð.
Það sýður á mér þegar ég frétti af svona atburðum. Er gamla góða nammitrixið hætt að virka og þá er bara það næsta prófað. Hvaða barni langar ekki til að fá að klappa hamstri eða hvolpi þó að viðkomandi dýr sé í höndum ókunnugs manns sem felur sig í runna.
Það er skilda mín sem foreldris að fræða börnin mín um að til sé vont fólk án þess þó að hræða úr þeim líftóruna. Ef ég geri það ekki er meiri hætta á að einhver perri í runna upplýsi þau um málið á ógeðfeldan hátt.
Lokkaði til sín börn í rjóðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 08:46
Ofbeldi í suðurnesjamönnum.
Er ekki allt í lagi þarna á suðurnesjunum? Elta Bjarna inní búningsklefa til að berja hann fyrir að skora mark óvart. Meira að segja markmaður Keflvíkinga átti ekki von á þessu og stóð þarna eins og auli greyið.
Ég horfði á þetta í fréttum í gærkvöldi og velti fyrir mér hvort Keflvíkingar væru ofbeldisfyllri en aðrir. Mér finnst svo oft vera fjallað um slagsmál eftir helgar þarna suður frá og hef verið að velta þessu fyrir mér. Ætli sé einhver könnun til um þetta?
Verum góð hvert við annað :-)
Bjarni þurfti lögreglufylgd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.7.2007 | 14:31
Fyrsta bloggið á blog.is :o)
Smá framhjáhald hérna. Stofnaði þennan aðgang aðallega til að geta kommentað á vini og kunningja sem leyfa bara komment frá innskráðum. Mun halda áfram með aðalbloggið mitt á www.rjoma.is/linda
Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)