5.7.2007 | 08:46
Ofbeldi í suðurnesjamönnum.
Er ekki allt í lagi þarna á suðurnesjunum? Elta Bjarna inní búningsklefa til að berja hann fyrir að skora mark óvart. Meira að segja markmaður Keflvíkinga átti ekki von á þessu og stóð þarna eins og auli greyið.
Ég horfði á þetta í fréttum í gærkvöldi og velti fyrir mér hvort Keflvíkingar væru ofbeldisfyllri en aðrir. Mér finnst svo oft vera fjallað um slagsmál eftir helgar þarna suður frá og hef verið að velta þessu fyrir mér. Ætli sé einhver könnun til um þetta?
Verum góð hvert við annað :-)
Bjarni þurfti lögreglufylgd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Suðurnesin eru Ástralía Íslands. Fædd með innbyggt glæpagen.
Óli Palli (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 08:55
Og alla Skota að morðingjum?
Karl (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:28
Alltaf soldið mikið ofbeldi einkennt Suðurnesin, reyndar Skagann líka. Enda gerðist svipað atvik í leik þessara liða í fyrra þegar Guðmundur Mete og einhver Skagamaðurinn áttust við, og þurfti Skagamaðurinn að sitja í viðtali við Kastljós og afsaka sýna hegðun.
En mikið djöfull getum við verið heppin að þetta skuli vera fyrirmyndir barnanna !!!
Ingólfur Þór Guðmundsson, 5.7.2007 kl. 15:56
Þú spyrð stórt,hér er kenning við höfum búið við herinn í 50 ár og hver veit nema við höfum tekið eitthvað af þeirra siðum niður eftir.Ekki ætla ég svo sem að dæma það en hver veit kannski er þetta afleiðingar við að hafa búið í námunda kanans svona lengi þeir rekja jú guatanamo dæmið og við munum nú myndirnar frá Írak og Afganistan og hvað þeir eru jú ljúfið við Sómala og Palístínumenn svo dæmi séu tekin?Kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.7.2007 kl. 21:26
Sá viðtal við Bjarna og Guðjón í kastljósinu í kvöld og verð því miður að segja að Guðjón kom nú ekkert sérlega vel út úr þessu viðtali. Ég stend samt sem áður með Bjarna og tel að það hefði mátt leysa úr þessu á friðsaman hátt. Spái því að það verði uppselt á leik Kef og ÍS í september í Keflavík og Bjarni muni eiga erfiðan leik þar...Tjahh ef hann mætir.
Lindan, 5.7.2007 kl. 21:42
Ari.
Maðurinn sem var handtekinn fyrir kókaínsmygl er leikmaður Gróttu.
Palli (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.