6.7.2007 | 10:05
Alheimsorkan
Var í nuddi í morgun og á meðan ég lá á bekknum fékk ég fyrirlestur um mátt alheimsorkunar. Eftir á þegar ég hugsa um þessa alheimsorku og þá speki sem er verið að kenna í sambandi við hana þá sé ég betur og betur að það er alltaf verið að tala um sömu hlutina. Oftast kemur þetta að sömu hlutunum, settu þér markmið og hugsaðu jákvætt (stytt útgáfa). Í hvert sinn þegar ég hlusta á kynningar á einhverjum andlegum töfralausnum þá upplifi ég þann sem kynnir eins og hann sé að tilkynna mér að búið sé að finna upp hjólið. Ég er trúlega bara að einfalda þetta eitthvað fyrir mér en er ekki verið að eyða of mikilli orku og peningum í að koma á framfæri nýjum og nýjum "lausnum" ?
Ég reyni eins og ég get að einfalda líf mitt og hef ekki gefið mér tíma til að fara mjög djúpt í allar þessar kenningar sem eru í gangi. Af því sem ég hef séð og heyrt finnst mér oft eins og hægt sé að draga þetta saman í tvær setningar.
Lifðu lífinu lifandi og eymd er valkostur.
Athugasemdir
Það er einmitt þannig, fyrir mér amk. Og eymdin er valkostur hjá mér í dag þar sem ég hef fundið 'lausnina'. Áður en ég fann hana var eymdin ráðandi, og ég kunni ekki annað. Mikið er ég þakklát fyrir að vera ekki á þeim stað lengur, hann var ekki góður.
Eigðu góðan dag, kæra Linda
SigrúnSveitó, 6.7.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.