Við veljum okkur vini, ekki nágranna eða ættingja.

 

Ég persónulega vildi heldur fá heimili í næsta nágrenni við mig með gæslu allan sólarhringinn heldur en að fá einhverja leigjendur í næstu íbúð sem eru í neyslu en hafa engar áætlanir um að hætta.  Ekki getur maður ráðið hverjum fólk selur eða leigir íbúðirnar sínar en þegar Reykjavíkurborg ætlar að aðstoða fólk við að ná sér á strik í lífinu þá verður allt vitlaust.   Hvað er að því að hafa heimili fyrir fíkla sem eru í "meðferð" við hliðina á barnaheimili.  Varla ráðast þeir inná leikvöllinn og ræna börnum eða hella þau full.     Það er heimili fyrir geðfatlaða við hliðina á leikskóla sonar míns en ekki óttast ég að hann smitist af geðveiki. 

Ég skil alveg áhyggjur íbúanna svo sem en finnst umræðan einkennast af vanþekkingu, fordómum og ótta. 


mbl.is Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er nú bara það að þessi einstaklingar eru í neyslu, harðri neyslu - Þetta eru ekki fíklar í meðferð eins og þú heldur. Og það er nú bara einu sinni þannig að þú getur átt von á öllu frá þeim sem eru harðri neyslu.

Ég skil því fólkið vel og finn ótrúlegt að ekki sé gerð sú krafa að mennirnir þurfi að vera edrú.

Ágúst (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Lindan

Bwahaha...Ég veðja að þú sért reiði gæinn sem var í Kastljósinu á fimmtudaginn í síðustu viku.   

Ég hef fylgst með þessu máli í fjölmiðjum og stend við það sem ég skrifa hér að ofan.  Í meðferðum er fólk einmitt útskrifað þegar það losnar undan fíkninni og nær sér á strik og inn koma nýjir aðilar sem þurfa á aðstoð að halda.

Er ekki betra að þessir 8 karlar eigi þá þarna heimili í staðinn fyrir að sofa í garðinum þínum eða brjótast inní næstu geymslu. 

Ef fólkið í næstu íbúð við þig myndi nú leigja út sína íbúð þá gætir þú varla valið inn íbúana þar eða athugað hvort það væru fíklar.   Þú gætir heldur ekki beðið um aukið eftirlit í hverfinu vegna þeirra íbúa eða hvað?  

Ég þekki vel til fíkla bæði í og án neyslu svo að ég þykst nú vita bæði um hvaða fólk ræðir og við hverju er að búast ;-)

Lindan, 10.7.2007 kl. 15:11

3 identicon

Málið snýst um valdníðslu borgaryfirvalda og þar sem ég sé að þú býrð á Akureyri þá átt þú fljótlega eftir að kynnast því hvernig bæjaryfirvöld þar getað hagað sér. Því sem innfæddur brottfluttur þá þekki ég vel hvernig fasistar stjórna og hafa stjórnað bænum.

Ágúst (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband