Takk en nei takk.

Ég afþakka hér með baráttu þína í mína þágu Sturla.  Bensín og olíuverð er með því lægsta sem gerist í löndunum í kringum okkur og það er verið að vinna í því að fá undan þágu á hvíldartímanum ykkar.    
mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið mitt.

 

Ég er svo ótrúlega busy kona að ég þarf að skera niður eitthvað af þessum heimasíðum sem ég er að hugsa um.

Ég er að vinna í að gera heimasíðu fyrir foreldrafélag barna með ADHD hérna á Akureyri sem ég er einmitt í forsvari fyrir.  Börnin eru með sitt hvora síðuna og svo er ég með veiðisíðu og svo aðalbloggið mitt sem er www.rjoma.is/linda    Þessi síða var stofnuð til að geta kommentað hjá vinum og kunningjum án vandræða og ætla ég að halda mig við það.  Missi mig bara stundum í að skrifa eitthvað hérna :o)

Alla vega er ástæða fyrir því að ég skrifa svona sjaldan hérna inn. 


Úff þetta er alveg stórfrétt ;-)

timetimerÉg held að svona Time timer eða tíma klukka, eins og það er kallað á íslensku, sé til að flestum leikskólum landsins.   Þetta ráð hefur verið notað í mörg mörg ár svo að ekki er um ný vísindi að ræða hérna.  Ég er búin að eiga og nota tíma klukku heima hjá mér í 2 ár sem hjálpartæki við uppeldið.   Mjög gagnlegt hvort sem börnin glíma við ADHD eða ekki.   

Frábært samt að foreldrar í Pennsylvaníu séu að uppgötva hversu gagnlegar klukkur geti verið :o)


mbl.is Lausn án lyfja fyrir ofvirk leikskólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það að langa ekki næg ástæða?

Þetta er snilldar rannsókn.  Ég bara vissi ekki að ég þyrfti alltaf að vera með einhverja ástæðu til að stunda kynlíf.  Þetta er bara eins og að maður borðar því maður er svangur og til að halda lífi.   Maður stundar kynlíf því mann langar það og til að halda lífi ;)

Eða hvað??


mbl.is 237 ástæður fyrir samförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyríska leiðin til skammar.

 

Ég er svo yfir mig bit yfir því að það eigi að vísa fólki á aldrinum 18-23 ára frá tjaldsvæðum hérna á Akureyri um verslunarmannahelgina.  Á sama tíma og boðið verður uppá unglingadansleik fyrir 16 ára og eldri þá á að meina ungu fólki að tjalda í bænum.   Er þessi dansleikur þá bara fyrir þá sem búa í bænum, geta gist í húsum eða eiga börn??  Ég held að með þessu sé varið að ýta undir ölvunarakstur þar sem ungt fólk þarf að tjalda nokkuð langt frá bænum.  Að sjálfsögðu verður ekki boðið uppá strætóferðir frá miðbæ Akureyrar og KA heimilinu að þessum tjaldsvæðum. 

 "Dagskrá hátíðarinnar er miðuð við fjölskyldufólk og því er eðlilegt að það hafi allan forgang á tjaldsvæðum og tryggt verði að þar sé hægt að dvelja í friði og spekt. Að sjálfsögðu er ungt fólk einnig boðið velkomið á hátíðina, hvort heldur sem er um að ræða ungt fjölskyldufólk, unglinga í fylgd með forráðamönnum eða unga Akureyringa. Þessi hópur mun finna margt við sitt hæfi í dagskrá helgarinnar, auk þess sem efnt verður til áfengislausra dansleikja eins og í fyrra."         Stal þessari klausu af www.akureyri.net   Samkvæmt þessu getur par um tvítugt ekki fengið að tjalda í bænum því að það liggur í augum uppi að þau verða bara með eitthvað vesen.  Dahhhh..... Arghh....   Má mismuna fólki svona??

Mér finnst að Akureyringar eigi að ákveða hvort þeir ætli að halda þessa hátíð eða ekki.  Ef halda á hátíð um verslunarmannahelgar þá á að sjálfsögðu að gera það vel og bjóða alla velkomna.   Fólk man enn eftir því þegar forsvarsmaður tjaldsvæðisins hérna í bænum talaði um gestina sem skríl á meðan Eyjamenn töluðu um Þjóðhátíðargesti, þetta var fyrir nokkrum árum.      Ég skil að það fari ekki saman að hafa djamm tjaldsvæði í miðri íbúðabyggð en að banna þessum aldurshópi að tjalda í sveitafélaginu er ekki að takast á við vandamálið.  

Akureyringar eru mestu sveitamenn sem ég þekki þegar kemur að því að taka á móti gestum sem koma til bæjarins.   

 


Er mbl.is að breytast í Séð og heyrt?

 

Frábært fyrir þetta par að trúlofa sig en spurning með fréttagildið samt.  Ég er handviss um að Jón Jóns trúlofaði sig líka um helgina en ég þarf ekkert að lesa um það á mbl.is.   Ég hef alltaf litið á mbl.is sem virtan fréttamiðil en visir.is hefur verið meira í slúðurdeildinni.  Undanfarið hefur mér fundist mbl.is vera að síga niður á sama plan og slúðurmiðlarnir og þykir mér það miður.   Auðvitað vel ég bara hvað ég les og læt þetta nú ekki hafa áhrif á líðan mína en mér leiðist þetta rétt á meðan ég er að skrolla niður síðuna.

 


mbl.is Trúlofaði sig á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girly fótboltapæling.....

 

Úff ég trúi ekki að Ljungberg sé að yfirgefa mitt uppáhalds lið í ensku.  Þar með tapa mínir menn ca 50% af kynþokka liðsins.   Er samt ánægð með að hann ætli til West Ham en ekki eitthvert annað.   Það eru margar sögur í gangi um kynhneigð Ljungbergs en hverjum er ekki sama hjá hverjum hann sefur.  Meðan hann heldur áfram að vera með svona ómótstæðilegan líkama þá er mér alla vega sama.  Ekki eins og maður hitti hann hérna á kaffi Ak eða eitthvað því um líkt. heheh.......


mbl.is Ljungberg til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaðrar við einelti :o)

 

Er verið að tala um 30% áls sem framleitt er á Íslandi eða 30% af heimsframleiðslu?? 

Getur þetta lið ekki farið að bjarga Grænlandi eða Færeyjum?


mbl.is Liðsmenn Saving Iceland fóru upp á þak OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalegir kjánar eru þetta...

 

Hvers vegna í ósköpunum kæra þeir ekki lögregluna í staðinn fyrir að vinna skemmdarverk á húsinu sem hýsir ræðismannsskrifstofuna í EDINBORG.  Það verður nú ekki öllu langsóttara.  Held að þeir í Saving Iceland ættu að fara að gera sér grein fyrir því að heimurinn fylgist líka með kjánaskapnum í þeim og margir (ég þar á meðal) efast hreinlega um heilindi og þroska þessa fólks.   Mótmæli eru af hinu góða svo lengi sem fólk er málefnalegt og hagar sér ekki eins og hippar á útihátíð fyrir mörgum áratugum.

Er alveg búin að fá gubbuna fyrir þessu liði eftir Kárahnjúkamótmælin.    Svo langar mig að vita hvort málningin hafi verið umhverfisvæn og límið líka. 


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að??

 

Úff hvernig er hægt að gera svona?   Spurning hvort er verra fyrir fjölskylduna að dóttirin er ástfangin af manni sem er ekki samþykktur af fjölskyldunni eða eiga fjölskylduföður, son og föðurbróður sem eru nauðgarar og morðingjar.   Ég bara átta mig ekki á þessu siðferði enda er ég alin upp við aðrar aðstæður en þessir menn.  Mér er alveg sama um alla siði og hefðir þegar kemur að misþyrmingum, nauðgunum og morðum.  EKKERT réttlætir slíkar gjörðir.

Ég verð sorgmædd, vanmáttug, reið og leið innra með mér þegar ég heyri af svona ógeði. 


mbl.is Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband